Grensásvegur 14, 105 Reykjavík, Iceland
+354 550-8900

SÖLURÁSIR

Það er mjög mikilvægt að íbúðir séu skráðar á mismunandi sölurásum, eða bókunarsíðum, til þess að hafa þær sem sýnilegastar fyrir viðskiptavini. Sölurásir geta verið eins fjölbreyttar og þær eru margar og eru einnig misvinsælar eftir markaðssvæðum.
Heimaleiga sér um alla uppsetningu til þess að gæta að samræmi sé á upplýsingum á milli sölurása. Verðstýring er svo reiknuð út frá mismunandi þóknun hverrar sölurásar fyrir sig þannig að hægt sé að bjóða upp á íbúðir á betri kjörum á þeim sölurásum sem seu með lægri þóknun.
Airbnb
Airbnb hefur verið leiðandi í útleigu íbúða frá stofnun þess árið 2008. Ýmislegt hefur breyst á þessum 13 árum og í dag er samkeppnin töluvert meiri en fyrir örfáum árum. Það er því mikilvægt að vera á Airbnb en einnig gagnlegt að nýta fleiri sölurásir fyrir aukinn sýnileika.
Homeaway
Homeaway er mjög stór bókunarsíða í Norður-Ameríku sem er stór hluti þeirra ferðamanna sem ferðast til Íslands. Það getur því verið gagnlegt að nýta þá sölurás sem er einnig með lægri þóknun en aðrar stórar bókunarsíður.
Booking.com
í dag er Booking.com lang vinsælasta bókunarsíðan á Íslandi og er því mikilvæg sölurás. Hlutfall skráðra íbúða hefur aukist hratt síðustu ár og því æskilegt að birta eignina þar.
Tripadvisor
Vinsældir Tripadvisor eru stöðugt að aukast og þá sérstaklega fyrir einstakar eignir. Hvort sem um er að ræða huggulega bústaði eða sérstakar eignir úti á landi.
Expedia (Hotels.com)
Expedia og Hotels.com eru vinsælar bókunarsíður í Norður-Ameríku sem hafa verið að vinna markvisst að því að auka úrval íbúða hjá sér.
Agoda

Agoda er mjög vinsæl bókunarsíða í Asíu sem er með höfuðstöðvar í Singapore. Það er ört vaxandi markhópur sem innan fárra ára gæti orðið ríkjandi í hópi ferðamanna sem koma til landsins.

Viltu komast á fleiri sölurásir?
Ef þú ert með aðrar sölurásir í huga fyrir þína eign þá notum við Rentals United til þess. Margir aðrir valmöguleikar í boði sem gæti hentað í sumum tilfellum.
Siteminder
Fyrir stærri verkefni notar Heimaleiga SiteMinder. Möguleikarnir þar eru endalausir enda er SiteMinder stærsti og flottasti “channel manager” í heimi. Vegna kostnaðar við notkun búnaðarins hentar þetta ekki stökum íbúðum eða minni verkefnum.

Langar þig að fá nánari upplýsingar? Endilega hafðu samband við okkur – heimaleiga@heimaleiga.is – 550 8900

Góðan daginn, hvernig getum við aðstoðað ?