Grensásvegur 14, 105 Reykjavík, Iceland
+354 550-8900

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvaða þjónustu veitum við?

Heimaleiga sér um allt sem tengist því að leigja út íbúðir í skammtímaleigu. Heimaleiga sér um að skrá eignina þína, stýra verði, birta á sölurásum, svara gestum, staðfesta bókanir, tryggja og meðhöndla greiðslur og sjá um innritun, útskráningu og þrif milli gesta. Heimaleiga býður einnig upp á snyrtivörur, hrein handklæði og lín, sem og kaffi og te fyrir gesti. Við erum heildstæð lausn þrifa, móttöku og gestgjafa svo þú þurfir engar áhyggjur að hafa á meðan gestir njóta dvalarinnar.

Lestu meira um þjónustu okkar með því að smella hér.

Hvaða þóknun tekur Heimaleiga?

Þóknun fer eftir þjónustustigi, stærð og staðsetningu eigna. Þóknun okkar er prósentuhlutfall af heildartekjum, það er því hagur okkar að þú þénir sem mest fyrir eignina þína!

Eru einhver uppsetningar, mánaðarleg eða bókunargjöld?

Hjá okkur kostar ekkert að byrja og rukkum við ekki mánaðarlega né sérstök gjöld fyrir bókanir. Við bjóðum upp á mat á eign, uppsetningu á bókunarsíðum og hagræðingu eignar algerlega frítt. Við tökum prósentu af bókunum svo það er okkur í hag að þú leigir sem mest og á keppnishæfu.

Fyrir hvern er þjónustan?

Ef þú átt fasteign sem þú vilt leigja í skammtíma (eða langtíma) leigu þá getum við aðstoðað. Við aðstoðum aðila sem vilja ferðast, ná sér í auka pening, borga niður lán eða færa búsetu sína tímabundið.

Af hverju að láta Heimaleigu þjónusta eignina þína?

Vinna vegna skammtímaleiga getur verið tímafrek og lýjandi til lengri tíma. Ef þú hefur ekki tíma til að sjá um eignina eða vantar sérfræðinga til að ná sem mestu út úr eigninni þá erum við rétta lausnin fyrir þig. Við bjóðum upp á á sérsniðnar lausnir til að hámarka tekjumöguleika fyrir eignina þína.

Hversu mikið get ég fengið fyrir íbúðina mína?

Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu. Það eru margar breytur sem stýra verði svo sem árstíðir, lengd dvalar, staðsetning og ástand íbúðar. Okkar hagur liggur í því að hámarka skammtíma- og langtímatekjur og leggjum við okkur því fram við að fá sem hæst verð fyrir hverja selda nótt sem og að nýtni á íbúð sé eins mikil og hægt er.

Hvernig er verðið ákveðið?

Við höfum ýmis tæki og tól sem við nýtum við ákvörðun á verði. Við nýtum okkur margvísleg gögn til að áætla verð og vinnum í því daglega til að hámarka hagnað. Verð geta verið árstíðabundin, mismunandi eftir dögum vikunnar en einnig geta ákveðnir viðburðir haft áhrif.

Þarf ég að gera eitthvað áður en ég fer að leigja?

Áður en að við tökum íbúðir að okkur þarf að vera búið að afgreiða nokkra hluti til þess að við getum sinnt okkar starfi almennilega:

  • Ganga úr skugga um að þráðlaust net sé á staðnum og að það virki vel.
  • Gæta að því að íbúðin sé fullbúin öllum húsgögnum sem prýða ætti heimili.
  • Láta smíða a.m.k þrjú sett af lyklum fyrir Heimaleigu. Eitt sett fyrir ferðamenn, eitt fyrir þrifafólk og það þriðja fyrir skrifstofu Heimaleigu.
  • Hafa sæng og kodda fyrir hvert rúm í íbúðinni.
  • Gera lista yfir þá hluti sem eru ekki í toppstandi eða þarfnast lagfæringa í íbúðinni. Verið heiðarleg og látið okkur vita, það hjálpar til við að upplýsa gesti og halda öllum góðum.
  • Fá fagmann til að taka ljósmyndir af íbúðinni sem notaðar verða á sölurásum. Mikilvægt er að íbúðin sé fullþrifin í myndatökunni, hægt er að fá lánuð rúmföt hjá Heimaleigu fyrir myndatökuna.
  • Verið viss um að íbúðin hafi allar þær nauðsynjar sem búast má við í íbúð. Má þar nefna leirtau, potta, pönnur o.s.frv.

Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband með því að senda tölvupóst á heimaleiga@heimaleiga.is

Hvað gerist ef gestir valda tjóni?

Komi eitthvað upp á og gestir eru valdir að tjóni á eignum þínum þá opnum við um leið kröfu á gestina. Ferlið felst í því að rukka gestinn beint með því að fara í gegnum lausnadeild leigumiðlunar (eins og til dæmis Airbnb) eða draga af öryggistryggingu gestsins (sé hún til staðar). Sé tjónið stærra eru líkur á að það falli undir almenna heimilistryggingu og aðstoðum við einnig við það.

Hvert er ferlið ef eitthvað kemur upp á?

Við tökum við símtölum allan sólarhringinn. Öll neyðartilvik eða atvik sem koma upp eru afgreidd af okkur eins fljótt og auðið er.

Þrífið þið eftir hverja gestakomu?

Já, Heimaleiga sér um þrif eftir brottför allra gesta á þeirra vegum. Ræstingarfólk okkar fylgir mjög ítarlegum gátlista við þrif á íbúðinni og búa um öll rúm með líni frá Heimaleigu. Athugið þó að fyrir fyrstu útleigu þarf eigandi að þrífa og undirbúa íbúðina, þar með talið að búa um rúm með líni frá Heimaleigu.

Get ég fylgst með bókunum á eigninni?

Já, að sjálfsögðu. Sem viðskiptavinur Heimaleigu hefur þú aðgang að vefsvæði þinnar eignar. Þar getur þú séð allar leigur, tekjur og tölfræði fyrir eignina þína á einfaldan máta. Einnig getum við sent þér reglulegar skýrslur með nákvæmari upplýsingum um bókunarstöðuna.

Smelltu hér til að nálgast eigendakerfi Heimaleigu

Sérðu ekki svarið við spurningunni þinni hér?
Endilega hafðu þá samband við okkur á heimaleiga@heimaleiga.is
Góðan daginn, hvernig getum við aðstoðað ?